Hneig niður á Starbucks

Howie Mandel, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt sem dómari …
Howie Mandel, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt sem dómari í American Idol þáttunum, hneig niður á Starbucks síðastliðinn miðvikudag. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Howie Mandel, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt sem dómari í American Idol þáttunum, hneig niður á Starbucks síðastliðinn miðvikudag. Sjúkrabíll mætti á staðinn og brunaði með Howie, sem er 65 ára gamall, beint á sjúkrahús þar sem hann fór í rannsóknir. Hann fékk að fara heim um kvöldið og deildi því með aðdáendum sínum á Twitter að honum liði betur. Þetta hefði líklegast verið blóðsykursfall og ofþornun.

Howie hefur átt erfitt síðastliðið ár vegna ástandsins sem er í gangi í heiminum, en hann þjáist af svokallaðri sýklafóbíu og er víst á lyfjum tengdu því. Hann sagði frá því í viðtali að hann væri að lifa martröðina sína, kórónuveiran á fullri ferð um heiminn, og það væri erfitt fyrir hann.

Ég vona að Howie kallinn braggist fljótt og að ekkert alvarlegt ami að honum.


mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir