Hannar hjólastóla fyrir gæludýr sem þurfa á honum að halda

Shaine Kilyun, 16 ára gömul stúlka, hefur síðastliðin tvö ár …
Shaine Kilyun, 16 ára gömul stúlka, hefur síðastliðin tvö ár hefur unnið hörðum höndum að því að búa til hjólastóla fyrir dýr sem þurfa á hjólastól að halda. Skjáskot af instagram

Shaine Kilyun er 16 ára gömul stúlka frá Minnesota í Bandaríkjunum sem hefur á undanförnum árum þróað heldur betur flott verkefni. Shaine hefur mikla ástríðu fyrir dýrum og vill sérstaklega hjálpa dýrum sem glíma við líkamlega erfiðleika.

Síðastliðin tvö ár hefur Shaine því unnið hörðum höndum að því að búa til hjólastóla fyrir dýr sem þurfa á hjólastól að halda. Hún nýtir allan sinn frítíma í verkefnið og hefur þetta hjálpað fjöldanum öllum af dýrum við að lifa betra lífi og jafnvel bjargað þeim frá því að vera svæfð. Aðspurð segist Shaine alltaf hafa elskað dýr og langað til þess að hafa jákvæð áhrif á þau.

Hingað til hefur hún bjargað lífi nokkurra dýra og vonast til þess geta bjargað fleirum í framtíðinni. Hún vildi gera hjólastólana eins aðgengilega og möguleiki var á og rukkar því einungis fyrir efniskostnaðinn. Þessi kröftuga stúlka hefur hannað og skapað 12 fullbúna dýrahjólastóla sem hafa verið fyrir bæði hunda og ketti. Næsti viðskiptavinur er hins vegar önd, sem hún hlakkar mikið til að geta hjálpað. Frábært og mikilvægt framtak hér á ferð!mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir