Fullt nýtt á Netflix

Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum …
Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum um helgina. Ljósmynd/Unsplash

K100.is tók saman kvikmyndir og þætti sem eru nýkomnir út eða koma út á næstunni á Netflix en það er nóg um bæði glænýtt efni og framhaldsseríur sem hægt er að hámhorfa um helgina. 

In the Dark

Sería þrjú af In The Dark er nýkomið inn á Netflix. Þar fylgjumst við áfram með henni blindu Murphy sem er í miðri hringiðu morðmáls. 

You

Þriðja sería af You er loksins komin inn á Netflix. Áhorfendur fá nú loks að fylgjast áfram með hættulega heillandi morðingjanum og „stalkernum“ Joe Goldberg og lífi hans. 

Another Life

Önnur sería af geimþáttunum Another Life er komin inn á Netflix. Niko og áhöfn hennar verða vitni af eyðingu heillar plánetu. Er hægt að semja við geimverur sem eru færar um slíkt grimmdarverk?

CoComelon

Margir foreldrar munu væntanlega gleðjast yfir því að ný sería, sería fjögur, af barnaþáttunum CoComelon komu inn á Netflix í dag, 15. október. Þar fáum við að fylgjast með J.J. og lífi hans með fjölskyldunni í þessum gríðarlega vinsælu þáttum. 


 

Forgotten Battle

Saga frá Nóvember 1944. Þúsundir Bandamanna berjast við Þýska herinn og þrír aðilar með afar ólíkar sögur tengjast sterkum böndum og þurfa að taka ákvarðanir sem hafa gríðarleg áhrif á fjölda annarra sála. 

My Name

Kona nokkur leitar til glæpaforingja í hefndarhug eftir að faðir hennar er myrtur og byrjar svo í lögregludeildinni. 

The Trip

Skandinavíska myndin The Trip er komin inn á Netflix. Myndin fjallar um hjón, sem eru ekki í besta stað varðandi hjónabandið, ákveða að fara í ferðalag í fjölskyldubústaðinn – til að byrja upp á nýtt – ja, eða drepa hvort annað.

mbl.is

#taktubetrimyndir