Morðgrín Kardashian vekur reiði

Kim Kardashian gerði ósmekklegt grín af morðinu á Nicole Simpson, …
Kim Kardashian gerði ósmekklegt grín af morðinu á Nicole Simpson, sem O.J. Simpson myrti, í Saturday Night Live. Systir Nicole segir grínið hafa verið vanvirðing við Nicole. Samsett ljósmynd: AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Kim Kardashian kom, sá og sigraði í Saturday Night Live-þættinum síðastliðinn laugardag. Hins vegar voru ekki allir sáttir og núna er hún komin í hringiðu í miklu drama tengdu O.J Simpson.

Málið er það að Kris Jenner, mamma Kim, og Nicole Simpson, sem margir vilja meina að O.J. hafi myrt, þó hann hafi verið sýknaður fyrir það eins og frægt er, voru bestu vinkonur. Kim gerði grín að O.J. og morðinu í þættinum á laugardaginn og systir Nicole er ekki sátt. Hún segir grínið hafa verið vanvirðingu við Nicole og dauði hennar eigi ekki að vera viðfangsefni í gríni. Ég verð að viðurkenna að þegar ég hlustaði á Kim þá hugsaði ég: „Nei, sjitt, ætlar hún að fara þangað með grínið?“ – sem hún gerði.

Kim sagði orðrétt: „Let's take a stab in the dark, O.J. does leave a mark ... or several“  en Nicole var stungin til bana á hræðilegan hátt.

Tanya systir Nicole segist vera hugsi yfir því hvort Kardashian-fjölskyldunni hafi í raun þótt vænt um Nicole. Þar sem Kris átti að vera besta vinkona Nicole finnst Tönyu að Kim hafi átt að neita því að fara með þessar setningar, en teymi hjá SNL skrifaði sketsana í samráði við Kim.

Ég verð að vera sammála Tönyu þarna, því ég hugsaði það sama. Grín er alltaf geggjað, en línan er þunn.

View this post on Instagram

A post shared by TMZ (@tmz_tv)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir