Jenner nakin í blóðpolli fyrir nýja línu

Kylie hefur fengið misjöfn viðbrögð við myndum sem hún hefur …
Kylie hefur fengið misjöfn viðbrögð við myndum sem hún hefur birt af sér á gramminu tengdri nýju Kylie Cosmetics línunni. Skjáskot af instagram

Ég fæ þann heiður að bera ykkur Stjörnufréttir hér á K100 alla virka daga, og oftar en ekki snúast fréttirnar um Kardashian/Jenner systurnar, sem eru eflaust umtöluðustu „celeb“ fyrr og síðar. Og í dag verður engin breyting á.

Kylie Jenner gaf nýlega út förðunarvörur frá Kylie Cosmetics, og er þemað í þetta sinn tengt Halloween, nánar tiltekið „Nightmare on Elm Street“. Kylie hefur fengið misjöfn viðbrögð við myndum sem hún hefur birt af sér á gramminu tengdri línunni. Í myndaseríu sem hún birti nýlega sést hún sitja nakin í blóðpolli. Að sjálfsögðu hafa sprelligosarnir á internetinu tekið við sér og hent frá sér bröndurum á borð við ,,þegar þú hnerrar á blæðingum“, „Fyrsti dagurinn á blæðingum“, „Það er þessi tími mánaðarins“ og fleiru í þessum dúr. Leikkonan og grínistinn Jenny McCarthy birti Tik Tok myndband þar sem myndin af Kylie er í bakgrunni og þykist Jenny rétta henni túrtappa. Ég get ekki annað en flissað, því þetta er svo svakalega spot on.

Kylie hefði mátt útfæra þetta betur, en henni er eflaust skítsama hvað öðrum finnst. Allt umtal er gott fyrir bissnessinn og það veit hún.

View this post on Instagram

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir