Helgi snýr aftur

„Ég fæ aldrei nóg. Maður hefur ástríðu fyrir tónlist og …
„Ég fæ aldrei nóg. Maður hefur ástríðu fyrir tónlist og tónlistarflutningi. Það er ekkert skemmtilegra en að flytja tónlist fyrir fólk. Þó að það sé nú kannski ekki beint í þessu tilviki fyrir framan mann þá veit maður og finnur fyrir því samt sem áður. Það er alveg ótrúlegt hvernig maður finnur straumana í gegnum fjarlægðina,“ segir Helgi sem verður í beinni í vinsæla sjónvarpsþættinum Það er komin Helgi á laugardag. Mummi Lú

Einn vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins, Það er komin Helgi með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna, snýr aftur næstkomandi laugardag, 16. október. Verða þeir í beinu streymi úr hlöðunni í Sjónvarpi Símans, á mbl.is og á K100.

„Við erum bara að fara að stað strákarnir að starta næstu seríu af Það er komin Helgi þannig að það er bara rosa gaman, spennandi og skemmtilegt. Allir í stuði,“ segir Helgi Björns í samtali við Morgunblaðið og K100.is.

Mikið af ungum listamönnum

Kveðst Helgi hlakka mikið til að koma aftur á skjáinn en hann vill, að vana, lítið tjá sig um gesti þáttarins.

„Við verðum með fullt af gestum og ætlum að vera með mikið af ungum listamönnum sem fólk hefur kannski ekki séð mikið af og blanda þessu skemmtilega saman. Svo verðum við með gömul „legend“ líka og allt í bland,“ segir Helgi, sem vill halda í óvissuþáttinn varðandi gestina.

„Svo verður Kalli selló mér þarna til aðstoðar. Honum finnst hann vera ómissandi þótt við gætum nú alveg komast af án hans en ég veit að það hafa margir gaman af því að sjá hann,“ bætti Helgi glettnislega við.

Finnur straumana í gegnum fjarlægðina

Helgi segist aðspurður aldrei fá nóg af því að koma fram og flytja tónlist, sem sé það skemmtilegasta sem hann geri.

„Ég fæ aldrei nóg. Maður hefur ástríðu fyrir tónlist og tónlistarflutningi. Það er ekkert skemmtilegra en að flytja tónlist fyrir fólk. Þó að það sé nú kannski ekki beint í þessu tilviki fyrir framan mann þá veit maður og finnur fyrir því samt sem áður. Það er alveg ótrúlegt hvernig maður finnur straumana í gegnum fjarlægðina,“ segir Helgi.

Hlaðan tekin í gegn

Segir hann að vel hafi verið tekið til hendinni í hlöðunni í sumar þar sem nokkrar stórar breytingar voru gerðar sem verði gaman að sjá á laugardag.

Það er komin Helgi verður í beinni útsendingu á Sjónvarpi Símans, mbl.is og á K100 í sex þáttum fram að jólum en fyrsti þátturinn hefst, eins og áður sagði, núna á laugardagskvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir