80 ára Dua Lipa-aðdáandi fékk draumagjöfina

Hinn 80 ára Richard Allan var heldur betur ánægður með …
Hinn 80 ára Richard Allan var heldur betur ánægður með 80 ára afmælisgjöfina sína.

Richard Allan er 80 ára ofurkrútt sem elskar tónlistarkonuna Dua Lipa og lögin hennar. Barnabörn hans ákváðu því að koma honum skemmtilega á óvart á áttræðisafmælinu hans og gáfu afa sínum og ömmu miða á Dua Lipa-tónleika. Viðbrögðin voru engu lík og hreinlega sprengja krúttskalann þar sem Richard trúði ekki sínum eigin augum og æpti úr gleði: „DUA LIPA Á TÓNLEIKUM! Ertu ekki að grínast í mér? Er þetta í alvörunni? Vá!“

Þvílík hamingja og frábær gjöf. Hér er greinilega á ferðinni maður með góðan smekk sem kann að meta almennilega popptónlist, enda er tónlist samtímans ekki afmörkuð fyrir ákveðinn aldurshóp. Við óskum honum innilega til hamingju með stórafmælið og vonum að hann njóti sín í botn á Dua Lipa-tónleikunum!

View this post on Instagram

A post shared by Upworthy (@upworthy)mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir