Minnir fólk á að það sé elskað

Listamaðurinn Alex Cook er búsettur í Bandaríkjunum og er hvað þekktastur fyrir veggmyndir sínar sem búa yfir mikilvægum skilaboðum.

Á síðustu sjö árum hefur Cook sett upp 70 veggmyndir í 13 ríkjum Bandaríkjanna og búa myndirnar allar yfir sömu einföldu og kraftmiklu skilaboðunum: Að hver og einn sé elskaður.

Cook vill einfaldlega að gangandi vegfarendur séu minntir á þetta og hefur hann sett upp veggmyndir sínar á alls konar stöðum á borð við skóla, fangelsi, athvörf, fyrirtæki og fleira.

Hann segir að nú sé nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að fólk finni fyrir stuðningi og viti að ástinni eru engin takmörk sett. Margir hafa sett sig í samband við Cook eftir að hafa rekist á ástríku veggmyndirnar hans og þakkað honum fyrir þau jákvæðu áhrif sem list hans hafði á þá.

Fallegt listrænt framtak hér á ferðinni og mikilvægt að minna sig reglulega á ástina. Einnig mæli ég með því að muna eftir sjálfsástinni en hún getur sko gert kraftaverk!

View this post on Instagram

A post shared by Upworthy (@upworthy)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir