Keppast við að sanna samband Gomez og Evans

Orðrómur um það hvort Selena Gomez og Chris Evans séu …
Orðrómur um það hvort Selena Gomez og Chris Evans séu að stinga saman nefjum eru nú á sveimi víðsvegar. Samsett ljósmynd: AFP

Miklar vangaveltur eru nú á sveimi um hvort Selena Gomez og Chris Evans séu eitthvað byrjuð að stinga saman nefjum. Margir miðlar keppast nú við að birta myndir af þeim sem eiga að sanna þennan orðróm – en ég er ekki sannfærð. 

Þau fylgja víst hvort öðru á instagram, en það er svo sem engin staðfesting á sambandi í mínum bókum. Samkvæmt mínum heimildum eru þau að leika í sömu kvikmynd um þessar mundir og það er víst ástæða þess að þau fylgja hvort öðru á gramminu. 

Engar myndir hafa birst af þeim saman, en orðrómurinn stoppar samt ekki. 

Selena sagði í viðtali við Andy Cohen árið 2015 að hún væri skotin í Chris og gæti alveg hugsað sér að deita hann. 

Það er spurning hvort draumurinn hennar rættist?mbl.is

#taktubetrimyndir