Ariana Grande heldur áfram að gefa í þágu bættrar geðheilsu

Ariana Grande heldur áfram að gefa.
Ariana Grande heldur áfram að gefa. AFP

Ariana Grande er líklega ein frægasta kona samtímans. Ásamt því að vera súperstjarna með magnaða söngrödd er Ariana ótrúlega dugleg að láta gott af sér leiða í ýmsum málefnum. Má þar nefna geðheilbrigðismál en hún hefur talað opniskátt um erfið tímabil í sínu lífi auk þess að nýta stöðu sína til að stuðla að aðgengilegri sálfræði- og geðlæknaþjónustu.

Sunnudagurinn síðasti var alþjóðlegur dagur geðheilsu og í tilefni af honum tilkynnti Ariana að hún ætlaði að gefa fimm milljónir dollara í ókeypis sálfræðimeðferð fyrir fólk í Bandaríkjunum.

Í þessu magnaða framtaki fær hún til liðs við sig samtökin BetterHelp sem sérhæfa sig í aðgengilegri geðheilbrigðismeðferðum. Er þetta í annað skipti sem Ariana og BetterHelp sameina krafta sína en í færslu sinni segir Ariana að sér finnist ómetanlegt að geta unnið að þessu með þeim. Hún vonar að þetta geti reynst einhverjum vel og hvatt fleiri til þess að leita sér hjálpar og setja geðheilsuna í fyrsta sæti. Vel gert Ariana og BetterHelp, áfram umhyggja í eigin garð!


 

mbl.is

#taktubetrimyndir