Tiger Woods er snúinn aftur

Tiger Woods er aftur mættur á golfvöllinn.
Tiger Woods er aftur mættur á golfvöllinn. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Tiger Woods er mættur aftur á golfvöllinn eftir hið hrikalega bílslys sem hann lenti í í febrúar síðastliðnum. Tiger velti bíl sínum af veginum og laskaðist mjög illa á fæti. Beita þurfti klippum til að ná honum úr bílnum og var mikil óvissa með hvort Tiger myndi nokkurn tímann stíga aftur á golfvöllinn.  Miðað við þessar fyrstu myndir sem birtast af Tiger á vellinum, þá lítur kappinn vel út. 
Hann sést ganga um völlinn án þess að þurfa að nota hækjur eða einhvers konar aðstoðartæki, sem er víst mikill sigur fyrir Tiger. Hann hefur verið i stífri endurhæfingu síðan hann losnaði af spítala og ætlar sér að snúa aftur á völlinn góða. 
Ég allavega anda léttar. Tígrisdýrið er mætt aftur. 

View this post on Instagram

A post shared by Golf Videos (@imjustgolfing)

mbl.is

#taktubetrimyndir