Kim og Kanye náin fyrir SNL

Kim Kardashian og Kanye West sáust yfirgefa hótel saman um …
Kim Kardashian og Kanye West sáust yfirgefa hótel saman um helgina en Kanye er sagður hafa átt stóran þátt í stílíseringu Kim í Saturday Night Live þar sem hún sló í gegn sem kynnir á laugardag. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Það hefur lítið annað verið rætt á miðlunum en stórkostleg frammistaða Kim Kardashian sem kynnir í þættinum Saturday Night Live á laugardagskvöldið. Þessi stórvinkona mín kom, sá og sigraði, og miðað við hvað dómararnir sem eiga heima á Twitter og í öðrum kommentakerfum segja virðist þetta hafa verið mic drop hjá henni. Hún gerði stólpagrín að sjálfri sér og fjölskyldumeðlimum og það var ekkert heilagt hjá henni.

Það sem vakti athygli mína, fyrir utan þáttinn sjálfan, var Kanye West. En Kim og Kanye mættu saman til New York City þar sem þættirnir eru framleiddir og sáust yfirgefa hótel saman á laugardaginn. Þau eru, samkvæmt öllum upplýsingum mínum, í miðju skilnaðarferli – en hafa verið ansi mikið saman undanfarið. Kanye sá til að mynda um að stílisera Kim fyrir Met Gala-viðburðinn, og átti stóran þátt í útliti hennar í SNL-þættinum á laugardaginn. Og Kim var ... óboy – gordjöss. Kim og Kanye hafa sést oft saman undanfarið á vesturströndinni, sem gæti þýtt að kannski eru þau að ná að vinna í sínum málum.

Eeeeða – þau eru að taka þetta hina klassísku Kardashian-leið – sem er að halda extra góðum vinskap þrátt fyrir skilnað. Eitt veit ég, og það er að ég verð á vaktinni, tilbúin að færa ykkur fréttirnar.


mbl.is

#taktubetrimyndir