Justin Bieber er til í barneignir

Justin Bieber segist tilbúinn í barneignir í heimildarmyndinni Biebs. Eiginkona …
Justin Bieber segist tilbúinn í barneignir í heimildarmyndinni Biebs. Eiginkona hans Hailey Bieber heyrist svara honum og segja: „Við sjáum til“. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Justin Bieber er klár í foreldrabátinn að eigin sögn. Klippa úr heimildarmyndinni um Biebs, „Justin Bieber: Our World“ hefur verið birt, og í henni sést Bieber spjalla við eiginkonu sína, Hailey, um barneignir. Er þessi tiltekna klippa tekin upp um áramótin 2020 og segist hann vera tilbúinn að kreista út litla baun á komandi ári. Justin segist ætla að halda áfram að ná markmiðum sínum á árinu 2021, og hafa gaman á meðan hann nær þeim. Eitt sé þó alltaf í fyrsta sæti, og það er fjölskyldan sem vonandi fari stækkandi.

Hailey heyrist þá spyrja: „Árið 2021?“ Justin svarar þá játandi og segist vilja byrja að reyna í lok ársins 2021. Hailey svarar honum með orðunum: „Við sjáum til“. 

Hailey er 24 ára gömul og Justin 27 ára, og hafa þau verið gift frá árinu 2018. Það sem er svo krúttlegt við þeirra samband er að þau eru búin að þekkjast síðan þau voru börn. Ég vona svo sannarlega að þau muni fjölga sér, og eflaust aðdáendur Biebs líka. Hailey þarf bara að vera klár og þá er Biebs klár!mbl.is

#taktubetrimyndir