Hannaði nytsamlegri gallabuxur

Maður hlýtur að spyrja sig hvort þessi nýja nytsamlega útgáfa …
Maður hlýtur að spyrja sig hvort þessi nýja nytsamlega útgáfa af gallabuxum sé ekki bara framtíðin? Skjáskot

Uppfinningamaðurinn á bak við vinsæla tiktokreikninginn Unecessary inventions (á íslensku ónauðsynlegar uppfinningar) frumsýndi glænýja útgáfu af gallabuxum inni á reikningnum sínum á dögunum.

Er um að ræða nokkuð venjulegar gallabuxur, nema í stað hinna hefðbundnu tveggja rassvasa sem yfirleitt eru hvor á sinni rasskinninni á gallabuxum er aftan á buxunum einn stór rassvasi. 

Í bráðfyndnu myndbandi þar sem uppfinningamaðurinn frumsýnir buxurnar sýnir hann hversu ótrúlega nytsamlegur slíkur vasi getur verið en myndbandið má sjá hér að neðan. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir