Einföld góðverk sem gleðja

DJ Dóra Júlía.
DJ Dóra Júlía. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Góðverkin leynast víðsvegar og gera magnaða hluti. Þá skiptir ekki máli hvort þau séu lítil eða stór þar sem eitt hlýlegt bros frá einum getur svo mikið sem gert heilan dag betri fyrir öðrum. Ég gerði óformlega könnun á Instagram síðu minni þar sem ég spurði fylgjendur mína um uppáhalds einfalda góðverkið þeirra sem veitti þeim hlýju í hjartað. Svörin voru fjölbreytt og skemmtileg og einkenndust öll af einhverju sem er einfalt í framkvæmd og þarf ekki að vera stórtækt.

Hér eru nokkur dæmi og ég vona að þau veiti ykkur innblástur:

Gefa blóð, hversdagsleg hrós sem eru svo lítið mál en geta gefið fólki svo mikið, að mæta óvænt með glaðning heim til einhvers, hjálpa öldruðum upp eða niður stiga, hjálpa fólki úr snjóskafli, kaupa auka mat fyrir heimilislausa konu sem varð að góðri vinkonu, redda fólki sem gleymir veskinu sínu í búðinni eða er ekki með nóg, finna eitthvað sem einhver týndi og hafa fyrir því að skila því til eigandans, minna fólkið sitt á að maður er til staðar, deila fallegri tónlist með vinum sem þurfa á því að halda og margt fleira fallegt og skemmtilegt.

Gaman að segja frá því að ótal margir nefndu hrós, sem er jú eitt einfaldasta góðverk sem hægt er að gera! Virkilega skemmtileg svör og ég hvet ykkur eindregið til að hafa augun opin fyrir mögulegum einföldum góðverkum.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir