Camy vill opna á umræðuna um unað kvenna

Camilla
Camilla

Camilla Rut eða Camy, samfélagsmiðlastjarna og athafnakona, ræddi um unað og fullnægingar kvenna í morgunþættinum Ísland vaknar en hún segir sorglega hátt hlutfall kvenna sjá kynlíf sem skyldu eða kvöð – sérstaklega konur í langtímasamböndum. 

„Ég væri alveg til í að opna meira á þessa umræðu sem hefur skapast í kringum þetta,“ sagði Camilla í þættinum en hún opnaði sjálf á umræðuna inni á instagram eftir smá umhugsun. Hún opnaði meðal annars nokkra glugga á kynlífstækjajóladagatali Blush í story hjá sér á meðan hún ræddi um málefnið. 

Tók Camilla undir það að konur sem væru svo óheppnar að hafa aldrei fengið fullnægingu ættu að kaupa sér kynlífstækið „womanizer“. 

„Mér finnst það ákveðin grunnþörf að eiga „womanizer“,“ viðurkenndi Camilla og benti á að konur og karlar væru afar ólík þegar kæmi að unaði.

„Það sem þarf til hjá konum er bara miklu meira. Við þurfum svolítið að þekkja inn á okkur sjálfar, vita hvað við viljum og setja okkur í fyrsta sæti hjá okkur sjálfum. Ekki vera hræddar við að þekkja líkama okkar og snerta hann,“ sagði Camilla og ræddi um þá skömm sem hefði í gegnum tíðina fylgt unaði kvenna. 

Hlustaðu á Camy ræða um unað kvenna og kynlífstækjadagatal Blush í spilaranum hér að neðan.

mbl.is

#taktubetrimyndir