Láta læsa sig í „reimtasta“ fangelsi í heimi

Katrín Bjarkadóttir og Stefán John Stefánsson, stjórnendur hlaðvarpsþáttanna Draugasögur og Sannar Íslenskar Draugasögur, munu láta læsa sig inni í fangelsi sem er talið vera með mesta draugagang í heimi, í nótt – í Shrewsbury fangelsinu í Bretlandi. Munu þau vera læst þar inni, ásamt myndatökumanni samkvæmt upplýsingum frá parinu, fram á morgun.

Fangelsið á mjög dimma sögu en tugir fanga hafa verið teknir af lífi í fangelsinu og hafa margir að auki fallið fyrir eigin hendi bak við rimlana.

Fangelsið hefur verið tekið fyrir í vinsælum sjónvarpsþáttum eins og Paranormal Lockdown, Most Haunted og Ghost Hunters. 

Katrín og Stefán hafa rannsakað helstu kennileiti hér á landi og segjast hafa náð „ótrúlegum vísindalegum sönnunargögnum“ um draugagang í Höfða, Framhaldsskólanum á Laugum, Gamla Læknishúsinu á Eyrarbakka og mörgum fleiri stöðum.

Stuttum klippum verður deilt á samfélagsmiðla þeirra á TikTok og Instagram en hægt verður að sjá myndband í fullri lengd frá rannsóknarleiðangrinum í fangelsinu á Patreon

mbl.is

#taktubetrimyndir