Íslenskt krem í Vogue

Hrukkukrem frá Önnu Rósu grasalækni er á lista yfir bestu …
Hrukkukrem frá Önnu Rósu grasalækni er á lista yfir bestu kremin í Vogue. Samsett ljósmynd: Ómar Óskarsson/Skjáskot

Íslenska hrukkukremið Divine Radiance frá Önnu Rósu grasalækni er á lista yfir bestu kremin í tískutímaritinu Vogue.

Er þar talað um 100% vegan, eiturefnalaust krem sem er „best geymda leyndarmál Íslands síðustu 12 árin.“

Anna Rósa greinir frá þessu á facebooksíðu sinni en þar spyr hún hvað hún og stórsöngkonan Adele, sem prýðir forsíðu tímaritsins, eigi sameiginlegt – sem er jú að þær eru báðar í tímaritinu.

Skjáskot
mbl.is

#taktubetrimyndir