Giftu sig á landamærunum fyrir ömmu brúðarinnar

Karen og eiginmaður hennar áttu yndislegt brúðkaup á landamærum Kanada …
Karen og eiginmaður hennar áttu yndislegt brúðkaup á landamærum Kanada og Bandaríkjanna en staðsetningin var meðal annars valin til þess að 96 ára gömul amma Karenar gæti komið í brúðkaupið. Skjáskot úr myndskeiði CBSN.

Ástin er svo fallegt og dásamlegt fyrirbæri sem dreifir úr sér og veitir gleði. Þegar ástinni er fagnað eins og til dæmis með brúðkaupi er því skiljanlegt að brúðhjón vilji hafa allt sitt nánasta fólk hjá sér. Kona að nafni Karen Mahoney er búsett í New York-borg en kemur frá Kanada. Hún hafði skipulagt brúðkaup sitt í september síðastliðnum og vonaðist til að farbann til Bandaríkjanna hefði verið fellt niður fyrir þann tíma en svo var ekki. Þetta þýddi að fjölskylda hennar og þar með talin 96 ára amma hennar hefðu ekki getað flogið til hennar frá Kanada til að vera viðstödd brúðkaupið.

Karen var að fara að giftast æskuvini sínum Brian Ray og átti þetta ástfangna par í erfiðleikum með að fresta brúðkaupinu enn frekar. Þau fundu því ansi skapandi og skemmtilega lausn á vandamálinu þar sem þau ákváðu að gifta sig við landamæri Bandaríkjanna og Kanada og þannig gátu allir ástvinir þeirra komið saman þar sem sumir gestir stóðu Bandaríkjamegin og aðrir Kanadamegin. Vinur hjúanna starfar á landamærunum og gat því fundið frábæran stað fyrir athöfnina og tryggði að enginn myndi ónáða þau meðan á athöfninni stæði. Allt gekk þetta eins og í sögu og náði Karen að knúsa ömmu sína í leiðinni. Án efa ómetanleg stund, áfram ástin og ömmur, þær eru bestar.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir