GDRN fékk bónorð á sæþotu

Tónlistarkonan Guðrún Ýr eða GDRN ræddi upplifun sína af sæþotum …
Tónlistarkonan Guðrún Ýr eða GDRN ræddi upplifun sína af sæþotum í Síðedgisþættinum. Hún vinnur nú hörðum höndum að nýrri plötu. Haraldur Jónasson/Hari

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN ræddi um sína fyrstu sæþotuferð, í Síðdegisþættinum á K100 á föstudag, sem hún segir að hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig en hún prófaði „tryllitækið“ í menntaskólaferð með MR í Marokkó. 

„Það var bilaður öldugangur. Það var einhver maður sem „basically“ stal mér!“ útskýrði Guðrún.

Sagði hún nokkra menn hafa komið til þess að hjálpa menntskælingunum að komast á sæþotunum yfir ölduganginn og í land. 

„Það kemur einhver maður þarna og býður mér einhver kameldýr fyrir að giftast sér. Ég var orðin frekar þreytt á þessu eftir viku,“ sagði Guðrún sem sagði mikið hafa verið um þennan sölupunkt í Marokkó en að hana vantaði einfaldlega ekki kameldýr. 

„En svo er ég að fara og það er einhver að fara að hjálpa mér yfir ölduganginn og þá stekkur þessi maður bara og hrindir hinum af og fer bara með mig lengst út á sjó og biður mig um að giftast sér. Ég verð skíthrædd og tek stýrið og hugsa: „Ég ætla að henda honum af.“ Og fer í einhverja snúninga og fatta að þetta „meikar ekkert sense“. Þannig að ég sneri mér við og sagði: „If you touch me I will kick you in the face,“ sagði Guðrún og bætti við að það hafi orðið til þess að maðurinn skilaði henni.

GDRN ræddi einnig um útgáfutónleikana sína í viðtalinu, sem hún segir að hafi gengið alveg frábærlega, og um væntanlega plötu sem hún er með í vinnslu.

Hægt er að sjá GDRN ræða tónleikana, kvíðann fyrir tónleikana, væntanlega plötu og um sæþotuferðina eftirminnilegu í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is

#taktubetrimyndir