Emmsjé Gauti leyfir fíflalætin á heimilinu

Emmsjé Gauti gaf út nýja plötu á dögunum ásamt Helga …
Emmsjé Gauti gaf út nýja plötu á dögunum ásamt Helga Sæmundi, plötuna Mold. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson eða Emmsjé Gauti gaf út glænýja plötu, plötuna Mold, fyrir helgi, ásamt Helga Sæmundi en Gauti ræddi við Sigga og Loga um plötuna og fjölskyldulífið á föstudag. 

Er meðal annars eitt lag á plötunni sem ber heitið Pabbi, enda er föðurhlutverkið æðislegt að mati Gauta. Lagið sagði hann vera fyrir alls konar pabba.

Aðspurður sagðist Gauti ekki vera strangur pabbi. 

„Ég er ekki strangur sko. Ég held að ég sé sá sem leyfir fíflalætin á mínu heimili,“ sagði Gauti og lýsti deginum með börnunum sínum. 

Platan Mold, var að sögn Gauta, samin í tíu daga sumarbústaðaferð hans og Helga en Gauti segir plötuna einkennast af því að hún er laus við egó, en hún er einnig melódísk og nokkuð poppuð. Plötuna má heyra hér að neðan en hægt er að hlusta á viðtalið við Emmsjé Gauta í heild sinni neðst í fréttinni. 

 Emmsjé Gauti í Síðegisþættinum.

mbl.is

#taktubetrimyndir