Heimur með aðeins einum karlmanni slær í gegn

Sagan í heimsendaseríunni Y - The Last man er afar …
Sagan í heimsendaseríunni Y - The Last man er afar áhugaverð en serían fær góðan hljómgrunn hjá Ragga kvikmyndagagnrýnanda. Skjáskot

Þáttaserían Y – The Last Man á Hulu fær þrjár stjörnur af fjórum hjá kvikmyndagagnrýnandanum Ragga Eyþórs í Síðdegisþættinum.

Þættirnir, sem eru byggðir á teiknimyndaseríu, gerast í samtímanum þar sem veirufaraldur drepur öll spendýr með Y-litningi, það er að segja alla þá sem fæddust karlkyns. 

Eftir situr hálfur heimur af konum (og transkörlum) sem þurfa að halda heiminum gangandi – ásamt einum karlmanni sem af einhverri undarlegri ástæðu lifði veiruna af.

„Í fyrsta lagi hrynur stjórnkerfið, þessi röð karlmanna sem stjórna Bandaríkjunum,“ sagði Raggi í þættinum og bendir á að kolanámurnar hætti sömuleiðis að starfa enda langmest karlmenn sem starfa á slíkum stöðum.

„Svo vill svo til að þessi strákur sem lifir af, einn maður, Yorick, er sonur nýja forsetans, sem var einhver þingmaður. Þannig að alla grunar að það sé eitthvert samsæri í gangi,“ sagði Raggi, sem er þó ekki alveg búin með seríuna. 

Hann ræddi einnig nýju Lego Star Wars-teiknimyndaþættina inni á Disney Plus sem hann gefur einnig þrjár stjörnur af fjórum. 

Hlustaðu á Ragga ræða um Lego Star Wars terrifying tales og Y – The last man en stiklur fyrir þættina má sjá hér að neðan.

Y – The last man.

 

Lego Star Wars – Terrifying Tales.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir