Afhverju eru Squid Game-þættirnir svona vinsælir?

Dúkkan í fyrsta leik kolkrabbaleikanna (Squid Game), sem er eins …
Dúkkan í fyrsta leik kolkrabbaleikanna (Squid Game), sem er eins konar brútal útgáfa af Dimmalimm, er orðin afar vinsæl í jörmum (e. Memes) á internetinu. Netflix

Suðurkóresku þættirnir Squid Game virðast vera að slá öllu við en þættirnir eru á allra vörum.

Fjöldinn allur af jarmi (e. Memes) í tengslum við þættina má sjá víðsvegar um netið en 29,4 milljón áhorf eru til að mynda á myndbönd merkt myllumerkinu #Squidgame á samfélagsmiðlinum TikTok. Þá er Squid Game í fyrsta sæti á Netflix í fjölmörgum löndum, meðal annars á Íslandi, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Suður-Kóreu. Þættirnir eru nú efstir á vinsældalista IMDB þar sem þeir fá 8,3 í einkunn.

Ted Sarandos, aðstoðarframkvæmdarstjóri Netflix, sagði, þegar þættirnir höfðu aðeins verið í sýningu í níu daga, að miðað við viðbrögðin væru góðar líkur á að Squid Game yrðu vinsælustu þættir Netflix frá upphafi. Þetta sagði hann á sviði á CodeCon.

Um er að ræða níu þátta spennuseríu sem fjallar í stuttu máli um fólk sem tekur þátt í keppni þar sem það þarf að taka þátt í ýmsum barnaleikjum – með afar brengluðu og banvænu „tvisti“, í þeirri von að fá himinháa peningaupphæð. Eru allir þátttakendur leikjanna, sem bera nafnið Squid Game, í mikilli skuld. Aðalpersóna þáttanna er Seong Gi-Hun, sem leikinn er af Lee Jung-jae, en hann er einn af hundruðum keppenda sem taka þátt í leikunum í von um að vinna peningaupphæð að jafnvirði 4,9 milljarða íslenskra króna.

En hvers vegna eru þættirnir svona vinsælir? 

K100.is tók saman ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna Squid Game-þættirnir eru svona vinsælir. 

Vinsældir á kóresku efni hafa aukist gríðarlega á Vesturlöndum

Staðreyndin er sú að vinsældir efnis, bæði tónlistar (sérstaklega K-pop og má þá til að mynda nefna stórsveitirnar BTS og Blackpink) og sjónvarpsefnis, frá Suður-Kóreu hafa aukist til muna á síðustu árum meðal vestrænna landa – svo miklar eru vinsældirnar að sumir hafa talað um kóresku bylgjuna. Þá hafa kóreskar bíómyndir á við Parasite (2019) og Minari (2021hlotið Óskarsverðlaun.

Ofan á það virðast þættir á öðrum tungumálum en ensku vera að vaxa í vinsældum á Vesturlöndum.

Aðgengi

Gott aðgengi að þáttunum hvarvetna í heiminum í gegnum Netflix hefur haft góð áhrif á vinsældir þáttanna en Netflix býður upp á texta við þá á 37 tungumálum og talsetningu á 34 tungumálum. 

Dreifing á netinu

Sú staðreynd að þættirnir hafa vakið athygli kynslóða sem deila efni hvað mest á netinu hefur eflaust haft jákvæð áhrif á dreifingu og vinsældir Squid Game.

Gæði

Það verður að benda á að Squid Game eru virkilega vel gerðir og skrifaðir þættir með úrvalsleikurum. Kostnaðurinn við þættina er talinn vera frá 15 til 20 milljónir evra eða allt að 2,9 milljörðum króna og eru með dýrustu kóresku þáttum sem hafa verið framleiddir.

Today

Chicago Today.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir