Tribal-tattúin eru snúin aftur

Húðflúrhátíðin IsTattFest var sett í dag og verður alla helgina …
Húðflúrhátíðin IsTattFest var sett í dag og verður alla helgina í Iðnó. Ljósmynd/Aðsend

Húðflúrhátíðin IsTattFest er haldin í Iðnó um helgina en húðflúrgoðsagnirnar Fjölnir Geir Bragason og Páll Sch. Thorsteinsson ræddu hátíðina í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun. 

Hátíðin var sett í dag og verður til sunnudagsins 10. október en þar verður saman komið margt af besta húðflúrlistafólki heims sem mun sýna listir sínar á skinni gesta.

Sagði Fjölnir aðspurður að húðflúrtískan hefði breyst gríðarlega á síðustu árum en hann staðfestir að bæði akkerin, svokölluð „tramp stamps“ og tribal-húðflúr væru komin aftur. 

„Ég er byrjaður að „tattóvera“ „tribalið“ aftur,“ staðfesti Fjölnir.

Hlustaðu á Fjölni og Palla ræða um hátíðina og húðflúrtískuna Ísland vaknar í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is

#taktubetrimyndir