Síðustu dagar Murphy krufðir í nýrri heimildarmynd

Leikkonan Brittany Murphy lést á dularfullan hátt árið 2009.
Leikkonan Brittany Murphy lést á dularfullan hátt árið 2009. WILL BURGESS

Það var mörgum mikið áfall þegar leikkonan krúttlega Brittany Murphy lést á dularfullan hátt árið 2009. Hún var þrátt fyrir ungan aldur búin að setja mark sitt á Hollywood með myndum á borð við Clueless og 8 Miles. Réttarmeinarfræðingur sagði að andlát hennar hefði verið samblanda af ómeðhöndlaðri lungnabólgu og lyfjaeitrun vegna lyfseðilskyldra lyfja. Engin merki um fíkniefni eða ofnotkun annara lyfja fundust í líkama hennar.

Þann 14. október kemur út heimildarmynd á vegum HBO þar sem síðustu dagar hennar verða krufðir, ásamt því að hjónaband hennar við Simon Monjack verður einnig skoðað. Simon lést einungis 5 mánuðum á eftir Brittany af sömu dularfullu ástæðu, og hefur fyrrverandi unnusta hans látið hafa eftir sér að hann hafi ekki verið góður maður. Síðustu mánuði Brittany var hún, að sögn nánustu aðstandenda, döpur, leið og með sokkin augu.

Simon Monjack og Brittany Murphy.
Simon Monjack og Brittany Murphy. CARLO ALLEGRI

Framleiðandi myndarinnar segir að dauði hennar hafi verið undarlegur og mikið sem þyrfti að skoða í tengslum við hann. Hinsvegar voru allir þeir sem komu að myndinni sammála um að góðmennska hennar og hlýja yrði að vera það sem fólk hugsar þegar það minnist hennar. Sem mikill aðdáandi Brittany, bíð ég spennt eftir þessar heimildarmynd.

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

mbl.is

#taktubetrimyndir