Nýtt á Netflix og öðrum veitum

Nóg fyrir kósýkvöldið.
Nóg fyrir kósýkvöldið. OLIVIER DOULIERY

K100.is tók saman kvikmyndir og þætti sem eru nýkomnir út eða koma út á næstunni á Netflix og öðrum miðlum en það er nóg um að velja fyrir þá sem ætla að eiga kósýhelgi uppi í sófa.  

Kvikmyndir og þættir á Netflix

Love on the Spectrum

Ef einhver hefur látið þessa snilldar þætti framhjá sér fara þá datt önnur sería af Love on the Spectrum inn á Netflix í lok september.

On My Block

Fjórða og síðasta serían af unglingaþáttunum On My block duttu inn á Netflix 4. október.

There's Someone Inside Your House

Frá framleiðendum Stranger Things og The Conjuring kemur glæný hrollvekjusería þar sem grímuklæddur morðingi áreitir háskólastúdenta og hótar að deila myrkustu leyndarmálum þeirra.

Baking Impossible

Verkfræðingar og bakarar koma saman til að baka meistaraverk og keppa um flottasta og bragðbesta sköpunarverkið í þessum raunveruleikaþáttum sem eru nýkomnir inn á Netflix.

Sexy Beasts

Sería tvö af áhugaverðu raunveruleikaseríunni Sexy Beasts er dottin inn á Netflix en hér fá áhorfendur að fylgjast með fólki í leit að ástinni á blindum stefnumótum en án yfirborðskenndarinnar sem oft fylgir deitmenningunni en þátttakendur fá „makeover“ fyrir stefnumótin frá bestu sminkum og búningahönnuðum Hollywood sem breyta þeim allskonar skrýmsli.

Pretty Smart

Bráðfyndnu Gamanþættirnir Pretty Smart komu inn á Netflix í dag, 8. október, frá sömu framleiðendum og gerðu How I Met Your Mother. 

Kvikmyndir og þættir á HBO

Laetitia

Frönsku þættirnir Laetitia byrjuðu á HBO 4. október en þar eru eru síðustu dagar unglingsstúlku sem hvarf í Frakklandi krufnir. Eru þættirnir byggðir á sönnum atburðum og kemur þá ýmislegt undarlegt í ljós um uppeldi hennar.

 15 Minutes of Shame

Heimildarmynd þar sem nútíma menning smánunar í nútímanum og „Cancel culture“ er rannsökuð og þörf mannsins til að eyðileggja hvor annan er skoðuð. 

Kvikmyndir og þættir á HULU

Baker's Dozen

Frábærir bakarar keppast um að fá titilinn besti bakarinn í raunveruleikaseríunni Baker's Dozen sem kom inn á Hulu í gær, fimmtudaginn 7. október.

 Jacinta 

Verðlaunagheimildarmynd frá Hulu um samband dóttur og móður í Bandaríkjunum sem leiddust inn í heim eiturlyfja. Í myndinni er fylgt eftir dótturinni, Jacinta, sem losnar úr fangelsi og vinnur að því að byggja samband við sína eigin dóttur, hina 10 ára Caylinn sem býr hjá ömmu sinni og afa. Ver er farið í saumana á því hvernig erfiðleikar og áföll geta haft áhrif í gegnum margar kynslóðir. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir