„Staðreynd að þetta hefur bitnað á framgangi kvenna“

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka vill jafna hlut kynjanna hvað …
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka vill jafna hlut kynjanna hvað varðar fæðingarorlof en karlmenn taka að jafnaði mun styttra fæðingarorlof en konur.

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka ræddi um þá ákvörðun bankans um að tryggja starfsfólki sínu 80% prósent launa sinna í fæðingarorlofi í sex mánuði í Síðdegisþættinum í gær. Segir hann að reglan hafi þegar tekið gildi en hann segir staðreynd að ójafn hlutur kynjanna hvað varðar fæðingarorlof hafi bitnað á framgangi kvenna í stjórnunarstörf.

 „Það er bara staðreynd að þetta hefur bitnað á framgangi kvenna í stjórnunarstörf. Ekki bara hjá okkur heldur bara almennt.

Það er horft til þess þegar það er verið að ráða fólk í störf að karlar eru síður líklegir til að taka fæðingarorlof heldur en konur og það, því miður, teljum við að hafi áhrif á ráðningarferlið,“ sagði Benedikt í samtali við Loga Bergmann og Sigga Gunnars á K100.

Segir hann athyglisvert að þessi ákvörðun bankans þýði ekki nema um 1,5 prósent hækkun á launakostaði hjá fyrirtækinu.

„Við sjáum skýr merki um það að þegar við vorum að skoða töku fæðingarorlofs að karlmenn starfandi hjá okkur voru að taka miklu styttra fæðingarorlof en konur,“ sagði Benedikt en hann segir að auk þess að hafa það að markmiði að jafna hlut kynjanna sé markmið ákvörðuninnar að karlmenn fari ekki á mis við mikilvægan tíma í lífi og uppeldi barna. 

Hlustaðu á Benedikt ræða um þetta og fleira í spilaranum  hér að neðan en hann ræddi að auki vaxtahækkanir og áhrif þeirra á húsnæðislán.

 

mbl.is

#taktubetrimyndir