Segir að Oprah hafi komið undarlega fram við sig

Leikkonan Anjelica Huston segir hegðun Oprah hafa orðið undarleg eftir …
Leikkonan Anjelica Huston segir hegðun Oprah hafa orðið undarleg eftir að Huston vann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn i í myndinni „Prizzi's Honor“ - sömu verðlaun og Oprah var tilnefnd til fyrir leik sinni í myndinni „The Colour Purple.“ Samsett ljósmynd: AFP/Frazer Harrison

Leikkonan Anjelica Huston opnaði sig í viðtali hjá Andrew Goldman, og „boy“ ég átti ekki von á að hún myndi kasta skugga á hana Opruh mína, en það er nákvæmlega það sem hún gerði.

Anjelica segir að það hafi í raun aldrei verið neitt „beef“ á milli hennar og Opruh, eða ekki fyrr en Anjelica vann Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Prizzi's Honor“, en það sama ár var Oprah tilnefnd til sömu verðlauna fyrir myndina „The Color Purple“.

Anjelica segir að í kjölfarið hafi hegðun Opruh verið undarleg. Hún hafi til að mynda aldrei boðið sér í þáttinn „The Oprah Winfrey Show“, sem sé undarlegt í ljósi þess að allar helstu stórstjörnur hafi setið í sófanum góða hjá Opruh.

Anjelica segist halda að Opruh hafi einfaldlega ekki líkað við sig. Eitt skiptið hafi Anjelica staðið og spjallað við Clint Eastwood, þegar Oprah gekk upp að þeim, og gekk einfaldlega á milli þeirra með bakið í Anjelicu og hóf spjall við Clint. Allt í einu hafi Anjelica verið með hnakkann á Opruh í andlitinu á sér.

Ætli Oprah sé svona „asskoti“ tapsár?

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir