Millinafnið stundum misskilið

Það er nóg að gera hjá Helgu Brögu um þessar …
Það er nóg að gera hjá Helgu Brögu um þessar mundir en hún mun meðal annars stýra Októberfest í Skíðaskálanum um komandi helgi. Ljósmynd/Aðsend

Helga Braga leikkona og uppistandari útskýrði millinafnið sitt í Helgarútgáfunni um síðustu helgi en hún svaraði þar hraðaspurningum og ræddi um líf, starf og tilveruna við þau Önnu Möggu, Einar Bárðar og Yngva Eysteins. 

Virtist hún kannast við það vandamál að millinafn hennar, Braga, væri stundum misskilið og að sumir sirtust telja að það væri stytting á seinna nafni – að hún væri þá Bragadóttir, sem er ekki raunin.

„Nei pabbi minn heitir Jón Hjartarson leikari. Ægilega fínn. Ég fer ekkert að taka það frá honum að vera pabbi minn. Ég heiti Helga Braga, um Helgu Brögu. Bara eins og Saga um Sögu,“ útskýrði Helga, sem sagðist vera skírð í höfuðið á foreldrum móður sinnar, Helgu og Braga. 

Helga Braga heimsótti Helgarútgáfuna á dögunum.
Helga Braga heimsótti Helgarútgáfuna á dögunum. K100

„Bragi afi var mjög sniðugur. Af því að þau giftust ekki mamma og pabbi. Þau voru voða ung og saklaus. Mamma var saklaus sveitastúlka og hún ætlaði að skíra mig Helgu Mjöll. Henni fannst það svo sætt nafn. En ég er ekki Helga Mjöll, ég er Helga Braga,“ sagði Helga. 

„Bragi afi sagði við hana: „Æ, þú ferð ekki að skíra krakkann Helgu Mjöll. Þá halda allir að hún hafi verið getin úti í snjóskafli! Hún á að heita Helga Braga.“ Þannig að hann ákvað þetta,“ sagði Helga og uppskar mikinn hlátur í stúdíóinu. 

Bjargað af brjóstahaldarasölukonu

Þá rifjaði Helga upp bráðfyndna sögu frá því þegar henni var bjargað af brjóstahaldarasölukonu á einni vinnuferð sinni um landið. 

Helga ræddi einnig um kvikmyndina Saumaklúbbinn sem hún fer með aðalhlutverk í sem hefur slegið rækilega í gegn hér á landi. Þá mun Helga stjórna Októberfest í Skíðaskálanum næstu helgi.

Hlustaðu á Helgu Brögu í Helgarútgáfunni í spilaranum hér að neðan en neðst í fréttinni er hægt að heyra Helgu svara hraðaspurningum. 

Helga svarar hraðaspurningum:

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir