Flúraði hálsinn þegar miðlarnir lágu niðri

Adam Levine fékk sér nýtt húðflúr á meðan instagram lá …
Adam Levine fékk sér nýtt húðflúr á meðan instagram lá niðri í vikunni. Samsett ljósmynd: AFP/Skjáskot af Instagram.

Eins og, held ég, allir milljarðar þessa heims sem nota samfélagsmiðlana frá Mark Zuckerberg urðu varir við, þá lokuðust Facebook, Instagram, Messenger og Whatsapp fyrr í þessari viku. En söngvarinn Adam Levine úr hljómsveitinni Maroon 5 lét sér ekki leiðast. Hann skellti sér í húðflúr hjá listamanninum Nathan Kostechko, og lét hann smella flúri beint á barkann á sér. Þar situr nú risastórt fiðrildi sem er fast í kóngulóarvef.

Adam birti mynd af flúrinu á gramminu og skrifaði undir: „Vitur maður sagði eitt sinn: Þegar Instagram lokast – flúraðu hálsinn á þér.“ Jahh, ef ég hefði vaðið inn á tattústofu og flúrað á mér hálsinn síðastliðinn þriðjudag, þá er ég nokkuð viss um að margir hefðu fengið áfall. Jafnvel þó að ég hefði vitnað í Adam Levine.

En fiðrildið er nú ekki fyrsta tattúið hans Adams; hann skartar listaverkum um allan líkama og ég held að það sé ekki einn partur á líkama hans sem ekki er tattúveraður.

Adam er þekktur fyrir að breyta um hárgreiðslur eins og nærbuxur, og bætir á sig flúrum eins og enginn sé morgundagurinn. Það verður spennandi að sjá hvað hann gerir næst þegar grammið lokast ...

View this post on Instagram

A post shared by Adam Levine (@adamlevine)

mbl.is

#taktubetrimyndir