Vangaveltur um Angelina Jolie og The Weeknd halda áfram

Angelina Jolie og The Weeknd virðast vera að hanga eitthvað …
Angelina Jolie og The Weeknd virðast vera að hanga eitthvað saman en hvers vegna vitum við ekki. Skjáskot/Instagram

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Hvað er að gerast? Afhverju eru Angelina Jolie og The Weeknd aftur að hanga saman? Ég bar ykkur þær fréttir síðasta vor að sést hefði til þeirra eiga stund á veitingastað, og nákvæmlega það sama gerðist um helgina þegar sást til þeirra saman í Los Angeles.

Daily Mail birti myndir af „parinu“ – ég veit ekki einu sinni hvort ég á að segja par, því ég skil ekkert, þar sem þau sátu og fengu sér kvöldmat saman. Þau komu víst hvort í sínu lagi á veitingastaðinn, sem er „by the way“ sami veitingastaður og sást til þeirra síðast á, en fóru í sömu bifreið burt í lok kvöldsins.

Ég þarf að fá að vita við hvað við erum að eiga hérna! Angelina, sem er 46 ára, stendur enn í skilnaðar- og forræðisdeilu við Brad Pitt, en The Weeknd, sem er 31 árs, hann er ekki með neinn pakka á bakinu í formi barna. Eruð þið að deita eða ekki, Angie? Við þurfum svör!

mbl.is

#taktubetrimyndir