Glæný stikla fyrir Stranger Things lætur hárin rísa

Glænýja stiklan fyrir Stranger Things seríu er virkilega hrollvekjandi en …
Glænýja stiklan fyrir Stranger Things seríu er virkilega hrollvekjandi en þar sjáum við krakkana úr fyrri seríu rannsaka eitthvað sem minnir á gamalt draugahús. Skjáskot/Netflix

Nostalgísku og hryllilegu þættirnir Stranger Things eru aftur á leið á skjáinn, mörgum til mikillar gleði en fjórða sería af þáttunum er væntanleg á næsta ári, 2022.

Nú eru liðin þrjú ár síðan við sáum krakkana í þáttunum síðast en nú virðast aðalkarakterarnir komnir í gagnfræðaskóla. 

Glæný stikla er nú komin fyrir þættina sem er með sanni mjög hrollvekjandi en hana má sjá hér að neðan. Önnur stikla kom út í fyrra þar sem við sjáum Hopper, föðurímyndina í þáttunum (sem frægt er að dó ekki í síðustu seríu), snúa aftur frá Rússlandi. 

En í nýju stiklunni má sjá nokkra glænýja karaktera stíga á skjáinn í undarlegu draugahúsi.

Sjáðu stikluna hér að neðan. Fyrri stikla er neðst í fréttinni.mbl.is

#taktubetrimyndir