Kom eiginkonu sinni á óvart með ómetanlegu myndbandi

Gleðin leyndi sér ekki í bíósalnum sem Drew Gottfried leigði …
Gleðin leyndi sér ekki í bíósalnum sem Drew Gottfried leigði handa eiginkonu sinni. Þar sýndi hann myndband út brúðkaupi þeirra sem þau höfðu verið viss um að hefði glatast.

Hjónin Drew og Kayla Gottfried giftu sig árið 2007 og tóku upp mikið af skemmtilegum myndböndum á brúðkaupsdaginn. Þegar þau reyndu að yfirfæra myndefnið á disk lentu þau í því leiðinlega atviki að brúðkaupsmyndefnið virtist allt horfið og þau voru viss um að það væri glatað að eilífu.

Nú tæpum 14 árum síðar hafði vinur hjónanna samband við Drew og sagðist fyrir ótrúlega tilviljun hafa rekist á brúðkaupsmyndefnið á upptöku í kirkju í Harrisburg þar sem hjónin giftu sig. Drew ákvað því að koma Kaylu, konunni sinni, á óvart á 14 ára brúðkaupsafmælisdaginn með því að leigja heilan bíósal fyrir þau tvö. Kayla hélt að þau væru að fara að sjá uppáhaldsmyndina sína og má segja að þetta hafi heldur betur komið henni skemmtilega á óvart þar sem hún táraðist úr gleði við það að sjá loksins upptökur úr brúðkaupinu. Fallegt og ótrúlega verðmætt. Það er svo dásamlegt að eiga góðar minningar á myndböndum! 

mbl.is

#taktubetrimyndir