Ætlar að sýna þar til bumban hættir að leyfa henni það

Salka Sól er með margt á prjónunum og ætlar að …
Salka Sól er með margt á prjónunum og ætlar að sýna sýninguna Bíddu bara eins lengi og „bumban leyfir“. Sýningin er sýnd í Gaflaraleikhúsinu og eru Selma Björnsdóttir og Björk Jakobsdóttir á bak við hana. Samsett ljósmynd: mbl.is/Freyja Gylfa/Tix.is

Það er nóg að gera hjá tónlistar- og leikkonunni Sölku Sól Ey­feld un þessar mundir en hún er bæði ólétt að öðru barni sínu sem von er á í janúar og er á fullu að sýna grínleikritið og uppstandið Bíddu bara í Gaflaraleikhúsinu ásamt Björk Jakobsdóttur og Selmu Björnsdóttur. Ekki nóg með það heldur er hún að æfa á fullu fyrir nýjan söngleik sem verður frumsýndur í vor og var að auki að gefa út nýtt lag með hljómsveitinni Úlfur Úlfur.

Salka Sól ræddi við Helgarútgáfuna um helgina um lífið og tilveruna en hún segir að viðtökurnar á Bíddu bara hafi verið algjörlega frábærar.

Sýningin fjallar í raun um líf og veruleika þeirra kvenna sem standa að sýningunni þar sem þær „opna sig upp á gátt“ að sögn Sölku.

Gott fyrir karla að koma á sýninguna

„Okkar veruleiki er mjög kvenlægur en svo höfum við fengið karla í salinn sem hafa hlegið af sér rassgatið,“ sagði Salka Sól og bætti við að hún héldi að það væri ótrúlega gott fyrir karla að koma á sýninguna til að sjá inn í „óheflaðan raunveruleika kvenna“.

„Ég bara mæli með að þið drífið ykkur í Hafnarfjörðinn. Ég ætla að reyna að sýna eins mikið og ég get þangað til bumban hættir að leyfa mér það,“ sagði Salka Sól að lokum.

Hlustaðu á Sölku Sól ræða um framtíðarplönin, nýja söngleikinn og margt fleira í Helgarútgáfunni í spilaranum hér að neðan.

mbl.is

#taktubetrimyndir