Camilla Rut: „Slepptu því að tala um reikningana“

Það er mikilvægt að njóta þess að fara á stefnumót …
Það er mikilvægt að njóta þess að fara á stefnumót og geyma heimilishaldið heima.

Camilla Rut áhrifavaldur og athafnakona mætti að vanda í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun og ræddi þar meðal annars um það sem á ekki að gera á stefnumóti.

Sjálf sagði hún að eitt það leiðinlegasta sem hún upplifði á stefnumóti væri að tala um hluti eins og reikninga og heimilisbókhaldið. Sagðist hún hafa upplifað það nokkrum sinnum að eiginmaður hennar til margra ára félli í þá gryfju að byrja að ræða slík mál á slíkum stundum sem að hennar mati ættu ekki að snúast um heimilisbókhaldið.

„Við settumst niður og fengum ofboðslega gott útsýni við glugga á efri hæð. Sitjum við sjóinn. Ofboðslega rómantískt. Og hann bara: „Varstu búinn að skoða reikninginn frá „þeim“ inni í heimabankanum?“

Ég bara: „Ha!?““ lýsti Camilla sem sagði að sama hefði gerst á GDRN-útgáfutónleikum í síðustu viku. 

„Nei í alvöru. Slepptu því að tala um reikningana og talaðu bara um það hvað þú ætlar að gera með puttunum á eftir,“ sagði Camilla glettnislega.

Hún tók undir það að stundum þyrfti maður að horfa á makann eins og maður væri að kynnast honum aftur. 

„Það er málið og mér finnst það mjög vanmetið dæmi út af því að við erum búin að vera saman það lengi og það gleymist oft í hversdagsleikanum. Bara hey, hvað finnst þér um þetta? Bara litlu hlutirnir. Oft gleymi ég að segja Rabba eitthvað sem ég hringi í vinkonur mínar og segi þeim frá. Þannig að ég reyni að vera dugleg að minna sjálfa mig á að halda þessum tengslum við maka minn,“ sagði Camilla og lagði áherslu á að það væri mikilvægt að líta ekki bara á sig sem samstarfsfélaga í Fjölskylda.ehf.

Hlustaðu á allt spjallið við Camillu um góða og slæma hluti til að gera á stefnumótum í spilaranum hér að neðan.

mbl.is

#taktubetrimyndir