Hundar stálu senunni á hafnaboltaleik

Hundar stálu svo sannarlega senunni á hanfaboltaleik í Seattle en …
Hundar stálu svo sannarlega senunni á hanfaboltaleik í Seattle en eigendur hundanna fengu tækifæri á að komast á stóran skjá á svokallað Simbacam með því að lyfta hundunum sínum upp.

Hundar eru gjarnan taldir bestu vinir mannsins og eiga það sameiginlegt að vera oftast rosa mikil krútt. Nú á dögunum átti sér stað ákveðin hunda-stund á hafnaboltaleik í Seattleborg í Bandaríkjunum sem hefur hreinlega sprengt krúttskalann. Stór hópur aðdáenda mætti með hundana sína á leik liðsins Mariners frá Seattle.

Í einu hléi leiksins stóðu allir hundaeigendur upp og héldu á hundum sínum til að komast í svokallað Simbacam, þar sem myndavélin varpar hundunum á risastóran skjá sem allir áhorfendur geta séð. Á meðan allir héldu hundunum sínum uppi ómaði svo Circle of Life úr Lion King til að fullkomna augnablikið. Svo ótrúlega krúttleg og skemmtileg hugmynd!mbl.is

#taktubetrimyndir