Ósátt við Kardashian í SNL

Debra Messing er ekki ánægð að sjá Kim Kardashian sem …
Debra Messing er ekki ánægð að sjá Kim Kardashian sem kynni í Saturday Night Life. AFP
Leikkonan Debra Messing er ekki ánægð með þá ákvörðun SNL (Saturday Night Life) að fá Kim Kardashian til að fronta þáttinn hinn 9. október næstkomandi,  en það verður í fyrsta sinn sem einhver úr hinni frægu Kardashian/Jenner-fjölskyldu er settur í hlutverkið eftirsótta. 
Debra henti frá sér tísti þar sem hún spyr hvort hún sé að missa af einhverju. Hún segist skilja að Kim sé einhvers konar goðsögn en hún skilur alls ekki af hverju hún fær þetta hlutverk. Vanalega fái þetta hlutverk fólk sem sé að auglýsa kvikmyndir, sjónvarpsþætti eða tónlist.
Hún er í raun að gera lítið úr Kim með þessu tísti og Twitter lætur Debru heyra það.
Hún áttar sig líklega ekki á því að með því að henda Kim í hlutverkið munu áhorfstölur rjúka upp –  og það er nákvæmlega það sem sjónvarpsframleiðendur vilja sjá. 
mbl.is

#taktubetrimyndir