Missti yfir 100 þúsund fylgjendur og helsta styrktaraðilann

Brendan á ekki sjö dagana sæla eftir Bachelor in Paradise …
Brendan á ekki sjö dagana sæla eftir Bachelor in Paradise fíaskóið. Ljósmynd/Instagram

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Þátttaka Brendans Morais í Bachelor in Paradise hefur heldur betur valdið fjaðrafoki. Eftir að hafa komið illa fram við aðra keppendur á ströndinni hrökklaðist Brendan heim með skottið á milli lappanna og missti í kjölfarið meira en 100 þúsund fylgjendur á instagram.

Nú hefur hans helsti styrktaraðili, NordicTrack, rift samstarfi sínu við Brendan.
Vilja þau ekki láta bendla sig við mann sem kemur illa fram við konur.
Það er því ljóst að skellurinn er mikill hjá Brendan fjárhagslega og einnig hefur orðspor hans beðið gríðarlegan hnekki.

Brendan kom okkur fyrst fyrir sjónir í Bachelorette, þar sem hann keppti um ást Tayshiu Adams. Varð hann strax gríðarlega vinsæll og svokallað „fan favorite“. En í dag er hins vegar sagan önnur.

Brendan greyið á fáa aðdáendur eftir.

mbl.is

#taktubetrimyndir