Fullt af nýju á Netflix

Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum …
Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum um helgina. Ljósmynd/Unsplash

K100.is tók saman kvikmyndir og þætti á Netflix sem eru komnir út eða koma út á næstunni en nóg verður um að velja fyrir þá sem vilja fá sér pásu frá kosningunum.

Intrusion

Hjón sem eru nýflutt í lítinn bæ verða fyrir því að brotist er inn á heimili þeirra með þeim afleiðingum að konan verður fyrir miklu áfalli og hættir að treysta því að fólk í kringum hana sé allt þar sem það er séð.

Jailbirds: New Orleans

Afar áhugaverðir raunveruleikaþættir um líf vistkvenna í kvennafangelsi í New Orleans. Þættirnir komu inn á Netflix í dag, föstudaginn 24. september.

Midnight Mass

Midnight Mass eru þættir sem gerast í einangruðu samfélagi Crockett Island þar sem fólk fer að upplifa ótrúleg kraftaverk og dularfulla hluti eftir að heillandi prestur kemur til eyjunnar. Serían kom inn á Netflix í dag, 24. september.

My Little Pony: A New Generation

Sjálfstætt og tölvuteiknað framhald af teiknimyndaþáttunum My little Pony er nú komið inn á Netflix en í kvikmyndinni fáum við að fylgjast með nýrri kynslóð smáhesta í heimi þeirra þar sem allt er gjörbreytt frá því sem áður þekktist og vináttan milli mismunandi tegunda smáhesta virðist hafa vikið fyrir tortryggni og hræðslu. Myndin kom inn í dag, 24. september.

The Starling

Eftir að Lilly (Melissa McCarthy) verður fyrir ömurlegum missi lendir hún í undarlegu stríði við fugl í garðinum sínum. Fuglastríðið hjálpar henni með óvæntum hætti að takast á við sorgina og græða sambönd hennar. Kvikmyndin kom inn á Netflix í dag, 24. september.

Attack of the Hollywood Clichés! 

Áhugaverð kvikmyndasamantekt þar sem ýmsar af helstu klisjum Hollywood eru skoðaðar með húmor í huga. Myndin kemur inn á Netflix þriðjudaginn 28. september.

 

mbl.is

#taktubetrimyndir