Elstu tvíburar í heimi með góða lífsreglu

Umeno Sumiyama og Koume Kodama eru elstu eineggja tvíburar í …
Umeno Sumiyama og Koume Kodama eru elstu eineggja tvíburar í heimi. Guinness World Records

Tvíburasysturnar Umeno Sumiyama og Koume Kodama eru frá Japan og eiga það skemmtilega met að vera elstu eineggja tvíburar í heiminum. Þessar glæsilegu konur urðu 107 ára og 300 daga 1. september síðastliðinn og náðu þá þessum ótrúlega merka áfanga. Þær fæddust 5. nóvember 1913 inn í 13 manna fjölskyldu og ólust upp við alls konar áskoranir þar sem þær þurftu meðal annars að flýja heimili sín í lok seinni heimsstyrjaldar.

Umeno og Koume hafa því lifað tímana tvenna, ef ekki þrenna eða ferna, og búa yfir alls kyns visku. Því er mjög forvitnilegt að fá að vita hver lykillinn að löngu lífi sé en þær segja hann einfaldlega vera að eyða ekki tíma í að hafa svona miklar áhyggjur.

Það getur auðvitað verið erfitt að leyfa ekki áhyggjunum að taka yfir en á minni ekki-svo-löngu ævi hef ég þó lært að það hjálpar heilmikið að staldra við, anda djúpt og sjá að áhyggjurnar eru oft óþarfar og þá að minnsta kosti yfirstíganlegar!mbl.is

#taktubetrimyndir