Þetta er það besta við veturinn

„Kertaljós, tebolli og hugguleg tónlist hljómar eins og dásemdar kvöldstund …
„Kertaljós, tebolli og hugguleg tónlist hljómar eins og dásemdar kvöldstund fyrir mér.“

Já mín kæru, veturinn mætti með stæl í gær með tilheyrandi hagléli og snjókomu eins og ekkert væri eðlilegra. Þó hann hafi kannski einungis verið að minna á sig og komi ekki aftur alveg strax þótti mér samt skemmtilegt að hugsa: „Hvað er það besta við veturinn?“

Mér hefur alltaf þótt skemmtilegt að klæða mig upp á veturna, í hlýjar kápur, ullarföt, þykka kjóla og dramatíska liti. Því dreif ég mig beint niður í geymslu og gerði pláss fyrir vetrarfötin í fataskápnum. Veturinn getur verið ótrúlega kósí tími og er gaman að gera hann eins huggulegan og mögulegt er.

Ég leitaði því til instagramvina minna og gerði nafnlausa könnun um hvað þeim þykir það besta við veturinn. Svörin voru fjölbreytt og skemmtileg en þó mátti finna rauðan kósí þráð. Hér eru skemmtileg dæmi um það besta við veturinn: 

Heitt kakó, snjór, kósí, gamlar bíómyndir, ullarsokkar, kerti, kúra, fara á skíði, geta aðeins lækkað um gír, borða góðan mat, hlýja sér, kvöldsund, te, góð úlpa, stjörnubjört kvöld og norðurljós, eplakinnar, tónlistin sem fylgir vetrinum, samvera, vélsleðar og útivera. 

Það er kósí að geta farið í hlýjar kápur, ullarföt …
Það er kósí að geta farið í hlýjar kápur, ullarföt og þykka kjóla aftur.

Kertaljós, tebolli og hugguleg tónlist hljómar eins og dásemdar kvöldstund fyrir mér.

Ég hvet ykkur eindregið til að hugsa hvað ykkur finnst best við veturinn og leyfa ykkur að njóta hans eins vel og hægt er. Allt kósí er nú velkomið!

mbl.is

#taktubetrimyndir