Meira stressandi að frumsýna á Íslandi en í Cannes

Valdimar Jóhannsson, leikstjóri Dýrsins og Noomi Rapace, ein af aðalleikurum …
Valdimar Jóhannsson, leikstjóri Dýrsins og Noomi Rapace, ein af aðalleikurum myndarinnar, á Cannes kvikmyndahátíðinni. AFP

Valdimar Jóhannsson leikstjóri kvikmyndarinnar Dýrið segir að það hafi verið meira stressandi að halda hátíðarsýningu á kvikmyndinni í gær heldur en að sýna hafa á kvikmyndahátíðinni Cannes þar sem Dýrið hlaut verðlaun verðlaun sem frumlegasta kvikmyndin.

„Það var miklu meira stressandi en í Cannes. Út af því að þetta var einhvern veginn allt fólkið manns sem maður þekkir. Þannig að það var mjög mikil spenna,“ sagði Valdimar í samtali við morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun en hann ræddi þar um myndina sem verður frumsýnd á morgun í helstu kvikmyndahúsum landsins.

Klassísk saga með einu súrrealísku „elimenti“

Valdimar tekur ekki undir það að Dýrið geti flokkast sem hrollvekja og segir í raun erfitt að flokka myndina.

„Fólk sem hefur séð hana kemur með alls konar útskýringar um það hvernig mynd þetta er. Þetta er fyrir mér svona mjög klassísk saga með einu súrrealísku „elimenti“,“ sagði Valdimar sem skrifaði handrit Dýrsins einnig með rit­höf­und­in­um Sjón, þ.e. Sig­ur­jóni Birgi Sig­urðssyni.

 Hlustaðu á Valdimar Jóhannsson ræða um Dýrið í spilaranum hér að neðan en stiklu fyrir myndina má sjá neðst í fréttinni.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir