Gunna opnar góðgerðarverslun

Rapparinn Gunna leggur sitt af mörkum.
Rapparinn Gunna leggur sitt af mörkum. Ljósmynd: Wikimedia/Frank Schwichtenberg

Rapparinn Gunna er þekktur í tónlistarheiminum og hefur meðal annars verið tilnefndur til Grammy verðlauna. Hann er aldeilis að dreifa góðmennsku um þessar mundir þar sem hann fór að vinna með óhagnaðardrifnu samtökunum Goodr. Í sameiningu eru þau að opna verslun í gamla grunnskólanum hans Gunna í Atlanta en Goodr sérhæfa sig í að styðja við fjölskyldur í Atlanta sem glíma við fjárhagsörðugleika.

Verslunin býður upp á ókeypis fatnað, nauðsynjavörur og matvörur fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra. Gunna þykir vænt um að vera í þeirri stöðu að geta gefið til baka til samfélagsins sem hann ólst upp í og segir hann að samstarfið með Goodr hafi verið einstaklega gott. Rapparinn stofnaði sjálfur góðgerðarsamtökin Gunna Great Giveaway Foundation og segir hann að góðverkin láti honum líða eins og hann sé betri manneskja. Flott framtak hér á ferðinni!

View this post on Instagram

A post shared by ❕WUNNA❕ (@gunna)

Frétt af Tanks Good News.

mbl.is

#taktubetrimyndir