„Fólk er búið að vera að öskurhlæja“

Guðmundur Felixson leikstýrir glænýrri sketsasýningu, Kanarí í Kjallaranum, þar sem …
Guðmundur Felixson leikstýrir glænýrri sketsasýningu, Kanarí í Kjallaranum, þar sem fjórir leikarar, Máni Arnarson, Eygló Hilm­ars­dótt­ir, Steiney Skúla­dótt­ir og Pálmi Freyr Hauks­son, leika í sketsum með 64 karakterum. Ljósmyndir af Facebook: Saga Sig

Guðmundur Felixson leikstýrir glænýrri sketsasýningu, Kanarí í Kjallaranum, þar sem fjórir leikarar leika í sketsum með 64 karakterum.

Guðmundur mætti ásamt einum af leikurunum, Eygló Hilmarsdóttur, í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi um sýninguna sem var frumsýnd 18. september í kjallara Þjóðleikhússins.

„Það er svo brjálæðislega stemning sem er að myndast þarna. Það er kominn nýr bar með fullt af nýjum kokteilum. Sýningin okkar byrjar klukkan níu þannig að þetta er svona fullkomin kvöldstund til að fara út að borða með vinum. Koma svo í kjallarann og fá sér drykk og horfa á drepfyndna sýningu.

Stemningin í salnum er búin að vera svo sturluð! Fólk er búið að vera að öskurhlæja,“ sagði Eygló í þættinum.

Guðmundur segir hópinn Kanarí hafa byrjað í sjónvarpi og sé enn að vinna sketsa fyrir sjónvarp en að hópurinn hafi ákveðið að „skella í“ eina sketsaleiksýningu „í leiðinni“.

Sketsarnir eru mjög fjölbreyttir og er byggjast á því sem þeim sjálfum finnst fyndið.

„Við skrifum í raun fjórum sinnum fleiri sketsa en lenda í þáttunum eða á sviðinu. Þetta snýst bara um að búa um fullt af efni og henda svo fullt af því,“ sagði Guðmundur.

Úr Foldaskóla yfir í Hogwarts

Meðal annars er einn skets í sýningunni þar sem gert er grín af Harry Potter bókunum vinsælu.

„Það er skets sem fjallar um föður sem er mjög ringlaður og fer til námsráðgjafa í Hogwarts og dóttir hans er nýkomin yfir í [galdraskólann] Hogwarts út Foldaskóla,“ útskýrði Guðmundur. „Þessi skets er í raun bara Pálmi að skrifa allt sem er að Harry Potter bókunum í gegnum þennan skets,“ sagði hann.

Hlustaðu á spjallið við Guðmund og Eygló í spilaranum hér að neðan.

 mbl.is

#taktubetrimyndir