„Þetta er ekkert hræðilegt, þetta er gott fólk“

Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona er í framboði fyrir Sósíalistaflokk Ísland en …
Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona er í framboði fyrir Sósíalistaflokk Ísland en hún ræddi við Sigga og Loga í Síðdegisþættinum um pólitík og tónlist í Dagskrárliðnum frægir í framboði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Mér finnst mjög áberandi með Sósíalistaflokkinn hvað fólk blandað því saman að þetta sé eitthvað hræðilegt og kommúnista-eitthvað,“ sagði Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona í samtali við Síðdegisþáttinn á dögunum í dagskrárliðnum „Frægir í framboði“. 

Ellen er nú í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands þar sem hún er í 11. sæti flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Hún sagði fólk oft tengja sósíalisma við gamlar og neikvæðar hugmyndir og kommúnisma og vildi hvetja fólk til að kynna sér betur hvað sósíalismi stendur fyrir.

„Þetta er ekkert hræðilegt, þetta er gott fólk,“ sagði Ellen.

Þá ræddi Ellen um tónlistina en hún hefur þegar gefið út tvö lög á árinu, meðal annars vinsæla dúettinn Veldu stjörnu en hún er nú að vinna í því þriðja. 

„Þetta eru svona dúettar. Skrítið að segja að ég er með svona dúetta með yngri mönnum. En sko, þið verðið að skilja að það eru alltaf eldri menn með yngri konur. Kannski er það baráttan líka að það sé jafnrétti,“ sagði Ellen og bætti við að oft sé erfiðara fyrir konur en karla að eldast í sviðsljósinu.

Hlusta má á allt viðtalið við Ellen í spilaranum hér að neðan.

 

 Hér má hlusta á lagið Veldu stjörnu.

mbl.is

#taktubetrimyndir