Sögð hafa samið til að koma í veg fyrir að málið færi fyrir dóm

Kris Jenner var ákærð fyrir kynferðislega áreitni í garð öryggisvarðar …
Kris Jenner var ákærð fyrir kynferðislega áreitni í garð öryggisvarðar síns, Marc McWilliams síðasta vetur. Nú eru hins vegar heimildir fyrir því að McWilliams hafi samþykkt að fara ekki með málið fyrir rétt eftir að hafa fengið samning frá Kris Jenner. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Ég sagði ykkur frá því síðasta vetur að Kris Jenner hefði verið ákærð fyrir kynferðislega áreitni í garð öryggisvarðar síns. Kris neitaði alltaf þessum ásökununum, og nú hefur málið verið leyst. Eða leyst fjarri sviðsljósinu.

Samkvæmt dómsskjölum sem Radar Online hefur undir höndum, þá hefur Marc McWilliams samþykkt að fara ekki með málið fyrir rétt, heldur taka samning frá Kris. Þessi ákvörðun hans þýðir að við munum aldrei fá að vita nánari deili á þessari ákæru, þar sem skjölin verða nú trúnaðarskjöl.

Marc vann í nokkra mánuði fyrir Kardashian/Jenner fjölskylduna árið 2017, og segir hann að Kris hafi stanslaust verið að snerta sig á óviðeigandi stöðum. Hún á víst að hafa nuddað háls hans og axlir án þess að fá leyfi frá honum. Einnig á hún í eitt skiptið að hafa komið við klofsvæði hans. Hann kvartaði undan hegðun Kris við yfirmenn sína, og var þá rekinn. Marc vildi fá 3 milljónir bandaríkjadollara í miskabætur. En við fáum víst ekki að vita hvernig þetta endar allt ... ekki nema Kris skrifi aðra bók.

View this post on Instagram

A post shared by Kris Jenner (@krisjenner)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir