Siggi og Logi njóta lífsins á Tenerife

Logi Bermann og Siggi Gunnars eru nú staddir á Tenerife …
Logi Bermann og Siggi Gunnars eru nú staddir á Tenerife en þaðan verða þeir í beinni útsendingu á K100.

Siggi Gunnars og Logi Bergmann í Síðdegisþættinum á K100 njóta lífsins sannarlega á Tenerife þar sem þeir eru nú staddir á vegum Aventura en þeir verða í beinni frá sólareyjunni næstu daga; í dag, á morgun og á föstudag.

„Það er dásamlegt að vera lentur á Tenerife í 25 stiga hita og fá fréttir af hagléli og snjókomu heima á Íslandi. Þetta gerir þetta allt miklu betra. Það er ógeðslega gaman að fá tækifæri til að vera með útvarpsþætti á þessari eyju eilífs vors. Ég hlakka til að færa Íslendingum smá sólargeisla heim,“ segir Siggi Gunnars og bætir við að það hafi komið verulega á óvart hversu ótrúlega auðvelt var að ferðast til eyjunnar.

Strákarnir njóta sín á Hotel Troya sem er staðsett í …
Strákarnir njóta sín á Hotel Troya sem er staðsett í hjarta amerísku strandarinnar á Tenerife.

„Covid hefur ekki eyðilagt ferðalög“

„Covid hefur ekki eyðilagt ferðalög og maður upplifir sig ekki óöruggann. Svo eru bara allir með grímur og spritt og að passa sig. En það kom mjög á óvart hvað það er auðvelt að ferðast miðað við að það sé enn heimfaraldur yfir okkur,“ segir Siggi.

Ætla þeir Logi að ræða við alls konar áhugavert fólk í Síðdegisþættinum, bæði sem er búsett á eyjunni, tengist ferðaþjónustunni eða er sjálft á ferðalagi en strákarnir munu senda Síðdegisþáttinn út í beinni frá Hotel Troya sem er staðsett við sjóinn í hjarta Amerísku strandarinnar.

Það fer að sögn Sigga Gunnars ótrúlega vel um þá Loga í svokölluðum „rooftop” svítum á Hotel Troya en hægt er að fylgjast með ferðalaginu á instagramsíðu K100 Ísland en þar kemur inn mikið efni frá ferðinni og því sem gerist bak við tjöldin á Tenerife.

Gefa ferð til Tenerife

Þeir Siggi og Logi ætla þó ekki bara að gera fólk öfundsjúkt með ferðalaginu heldur ætla þeir líka, í samstarfi við ferðaskrifstofuna Aventura, að gefa hlustendum tækifæri á að njóta sólarinnar á Tenerife með gjafaleik. 

Í dag munu Siggi og Logi ræða við nokkra vel valda einstaklinga en þeir munu meðal annars fá til sín ræðismann Spánar á Íslandi sem nú er staddur á Tenerife en mörgum mun án vafa koma á óvart hver hann er.

Fylgstu með á K100 og á K100.is á milli klukkan 16 og 18, í dag, á fimmtudag og á föstudag.

View this post on Instagram

A post shared by K100 (@k100island)

mbl.is

#taktubetrimyndir