Sagður hafa montað sig af því að hafa haldið framhjá

Orðrómar eru á sveimi um að Kanye West hafi montað …
Orðrómar eru á sveimi um að Kanye West hafi montað sig yfir að hafa haldið framhjá Kim Kardashian með söngkonunni Christina Milian. Samsett ljósmynd: AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100

Söngkonan Christina Milian hefur ekki miklar áhyggjur af orðrómi sem sveimar um. En sagan segir að hún sé sú sem Kanye West á að hafa haldið framhjá Kim Kardashian með. Sagan á ekki að vera úr lausu lofti gripin, en Kanye sjálfur á víst að hafa montað sig af því að hafa sofið hjá Christinu, og sagt meðal annars að kynlífið með henni hafi verið geggjað.

Vitiði, ég verð stundum svo þreytt í höfðinu að hugsa um lífið sem þau lifa, þessir Hollywood-arar.

The Sun birti fréttina fyrst um að Kanye hefði montað sig af þvi að hafa haldið framhjá Kim, og nú hefur komið í ljós að hann var víst að tala um Christinu. Þetta á að hafa gerst árið 2004, þegar þau voru á tónleikaferðalagi saman, og guð má vita hvort Kanye sé að segja satt eða ekki.

Ég trúi þessu svona 50/50. Hann hefur ekki verið neitt sérstaklega trúverðugur hingað til.
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir