Feðgin í stíl sprengja krúttskalann 

Mér finnst eitthvað svo skemmtilegt við það að klæða sig í stíl, hvort sem það eru pör, vinir, amma og barnabarn, foreldri og barn eða í raun hvað sem er. Ég rakst á ofur krúttlegt myndband af feðginum sem voru í svokallaðri „pabbi og dóttir myndatöku“ saman í ljósmyndastúdíói.

Dóttirin heitir Luna og var hún klædd í bleikt tjull pils með tvo bleika dúska á höfðinu. Faðirinn var klæddur í nákvæmlega sömu föt og tók sig vel út í bleika tjullpilsinu á sama tíma og hann ögraði líklega fyrirfram ákveðnum stöðlum um það hvernig karlmenn eiga að klæða sig. Það er nefnilega svo mikilvægt að brjóta þessi norm og leyfa sér að klæða sig í það sem veitir manni gleði. 

Móðir Lunu þótti greinilega mjög vænt um myndatökuna þar sem hún sagði: „Það er ekki bara á þessum degi sem ég dáist að þér heldur fyrir allar dásamlegu vikurnar, mánuðina og árin.Ég er svo þakklát að þú sért pabbi hennar Lunu.“

Ótrúlega falleg feðgin sem hreinlega sprengja krúttskalann og bjóða upp á ráðlagðan dagskammt af krúttlegheitum!mbl.is

#taktubetrimyndir