„Það borgar sig alltaf að vera næs“ 

Anna Þóra (lengst til vinstri) ásamt eiginmanni sínum Gylfa (við …
Anna Þóra (lengst til vinstri) ásamt eiginmanni sínum Gylfa (við hliðina á Önnu) og nýju vinunum, yndislegum hjónum frá New Jersey, sem voru að leita að Þjóðminjasafninu. Ljósmynd/Facebook

Lífið getur boðið upp á frábærlega skemmtileg ævintýri við það eitt að gera góðverk og sýna hlýju og umhyggju. Þegar við gefum okkur til dæmis tíma við að aðstoða fólk eða hjálpa einhverjum gætum við átt möguleika á að eignast nýja vini fyrir lífstíð.

Anna Þóra Björnsdóttir birti skemmtilega færslu á Facebook nú á dögunum nátengda þessum pælingum og fékk ég leyfi til að skrifa pistil út frá henni. Ég er mikill aðdáandi Önnu Þóru en hún rekur gleraugnaverslunina Sjáðu og er mikill grínisti og lífskúnstner.

Hún birti sumsé færslu um nýja vini sem hún og eiginmaður hennar höfðu eignastí kjölfar lítils góðverks. Í færslunni birtir Anna Þóra myndir af nýju vinunum ásamt þeim hjónum og skrifar:

„Í síðustu viku í miklu rigningunni komu þessi yndislegu hjón frá New Jersey inn í Sjáðu, þau voru að leita að Þjóðminjasafninu.

Gylfa mínum fannst miklu betra að skutla þeim bara heldur en að útskýra leiðina.

Í dag eigum við yndislega skemmtilega vini.

Það borgar sig alltaf að vera NÆS,“ segir Anna Þóra í færslunni.

Orð að sönnu frá þessari skemmtilegu konu og gott veganesti út í lífið að vera næs!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir